Bakhjarlar

Helsti bakhjarl Barnaspítalans er Hringurinn, kvenfélag. Hringurinn var stofnaður árið 1904 en félagið hefur að markmiði að vinna að líknar- og mannúðarmálum, sérstaklega í þágu barna. Aðalverkefni félagsins um áratugaskeið hefur verið uppbygging Barnaspítala Hringsins.

Aðrir helstu bakhjarlar eru Thorvaldsensfélagið og Lionsklúbburinn Fjörgyn en auk þessa nýtur Barnaspítalinn stuðnings fjölda fyrirtækja og einstaklinga á ári hverju.

Þeir sem hafa áhuga á að leggja Barnaspítalanum lið geta haft samband hér að neðan: