Veitingastofa Hringsins

 

Fyrir hverja?

Alla
 

Þjónustutími

Alla virka daga frá kl. 08:00 – 14:00.
 

Símanúmer

Skiptiborð: 543-3131
 

Aðsetur

Á jarðhæð Barnaspítala Hringsins, Hringbraut, 101 Reykjavík.

Starfsemi

Hvað gerum við?

Veitingastofa Hringsins er með léttar veitingar af ýmsu tagi, heita súpu, salat, samlokur og margt fleira. Þeir foreldrar sem dvelja hjá börnum sínum fimm daga eða lengur og foreldrar langveikra barna eiga rétt á afsláttarkorti. Ritarar á deildum afhenda afsláttarkortið fyrir hverja máltíð. Afsláttarkortið gildir ekki fyrir allan mat.

Veitingastofa Hringsins selur einnig gjafavörur, tilvaldar í skírna- og sængurgjafir. Handverkið er unnið af Hringskonum.

Veitingastofan rekur líka gos-, og sælgætissjálfsala á jarðhæð Barnaspítala Hringsins.
Hjá veitingastofunni er hægt að panta veitingar fyrir ráðstefnur og fundi. Móttaka pantana er í síma 543-3131.

HRINGURINN STYRKIR VEIK BÖRN Á ÍSLANDI!

Hver erum við?

Ragna Eysteinsdóttir er umsjónarmaður Veitingastofu Hringsins.