Leikstofa

 

Fyrir hverja?

Leikstofan er fyrir öll börn og unglinga sem dvelja á Barnaspítala Hringsins, foreldrar þeirra og systkini eru einnig velkomin.
 

Þjónustutími

Leikstofan er opin virka daga frá kl. 9 til 15:30 nema föstudaga frá kl. 9 til 12.

 

 

Símanúmer

543-5027 og 543-3058
 

Aðsetur

Leikstofan er á 1. hæð Barnaspítalans við Hringbraut.

Starfsemi

Hvað gerum við?

Á leikstofunni eru leikskólakennarar sem vinna með börnunum í öruggu og barnvænu umhverfi. Hvert barn er einstakt og því er lögð áhersla á að koma til móts við þarfir hvers barns í gegnum leik. Á leikstofunni er efni og aðstaða til skapandi starfa, þar er vandað og fjölbreytt úrval leikfanga, spila, DVD-diska og tölvuleikja. Margt af þessu er hægt að fá lánað inn á herbergi til inniliggjandi barna.

Öllum börnum er nauðsynlegt að fá tækifæri til að leika sér. Það hjálpar þeim við að aðlagast breyttum aðstæðum og veitir þeim gleði. Leikur er alþjóðlegt tungumál barnanna. Mikilvægt er að foreldrar og starfsfólk hvetji börnin til að heimsækja leikstofuna og taka þátt í starfinu þar.

Oft koma góður gestir á leikstofuna, t.d. ísbjörninn Hringur, Róbert og Hrafn frá Skákfélaginu Hróknum, Daníel blöðrumeistari og trúðurinn Dr. Oliver.

Hver erum við?

Gróa Gunnarsdóttir
Sigurbjörg A. Guttormsdóttir

Hafa samband

* Stjörnumerkta reiti þarf að fylla út.