Íbúðir fyrir aðstandendur

Félagsráðgjöf
 

Fyrir hverja?

Foreldra/aðstandendur búsettir á landsbyggðinni geta leigt íbúð á meðan barnið þeirra dvelur á spítalanum. Íbúðirnar eru í eigu Barnaheilla, Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna og Barnaspítala Hringsins.

Hafa samband

Margrét Jakobsdóttir hefur umsjón með íbúðunum og tekur á móti fyrirspurnum.

Netfang: mottakabh@lsh.is

Eskihlíð 6A og 6B

Íbúðin að Eskihlíð 6A er dánargjöf Ólafs Halldórssonar og eiginkonu hans. Íbúðin 6B er dánargjöf Árnínu Guðmundsdóttur hjúkrunarfræðings. Íbúðirnar er til afnota fyrir aðstandendur barna af landsbyggðinni sem dvelja í Reykjavík á vegum Barnaspítala Hringsins.

Húsaleiga
Greiða skal 2.200,- kr. fyrir hvern sólarhring. Reikningur verður sendur til leigutaka að lokinni dvöl. Ef barnið ykkar leggst inn á barnadeild eigið þið rétt á endurgreiðslu dvalarkostnaðar hjá umboðsmanni Tryggingastofnunar ríkisins.

Reykingar
Athugið að reykingar eru ekki leyfðar í íbúðinni.

Ræsting
Hver dvalargestur þrífur eftir sig og ætti því að koma að íbúðinni hreinni. Henda skal öllu rusli og fjarlægja öll matvæli úr ísskáp. Dósir og flöskur á hver og einn að taka með sér.

Gluggar
Ganga þarf tryggilega frá festingum á gluggum.

Lín
Sængur og koddar eru til staðar í íbúðinni. Leigjandi þarf að hafa með sér: sængurver, lök og koddaver, handklæði, diskaþurrkur, tuskur, sápu og wc pappír.

Þvottavél í eigu Barnaspítala er í sameiginlegu þvottahúsi í kjallara hússins.

lINDARGATA 33

Íbúðin er í eigu Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna en í umsjá Barnaspítala Hringsins. Íbúðin er ætluð til afnota fyrir aðstandendur barna af landsbyggðinni sem dvelja þurfa í Reykjavík vegna meðferðar eða rannsókna. Fjölskyldur barna með krabbamein ganga fyrir.

Íbúðin er á 3. hæð nr. 301. Lyfta er í húsinu og eitt bílastæði er í bílageymslu í kjallara.

Húsaleiga
Greiða skal 2.200,- kr. fyrir hvern sólarhring sem dvalið er í íbúðinni. Reikningur verður sendur til leigutaka að lokinni dvöl. Ef barnið ykkar leggst inn á barnadeild eigið þið rétt á að sækja um endurgreiðslu dvalarkostnaðar hjá umboðsmanni Tryggingastofnunar. Staðfesting á sjúkrahúsdvöl barnsins er send til viðkomandi.

Reykingar
Athugið að reykingar eru ekki leyfðar í íbúðinni.

Ræsting
Hver dvalargestur þrífur eftir sig og ætti því að koma að íbúðinni hreinni.
Henda skal öllu rusli og fjarlægja öll matvæli úr ísskáp. Dósir og flöskur á hver og einn að taka með sér.

Lín
Sængur og koddar eru til staðar í íbúðinni. Leigjandi þarf að hafa með sér: sængurver, lök og koddaver, handklæði, diskaþurrkur, tuskur, sápu og wc pappír.

Þvottavél er í íbúðinni.

lJÓSHEIMAR

Íbúðin er dánargjöf Önnu Friðriksdóttur hagfræðings. Íbúðin er til afnota fyrir aðstandendur barna af landsbyggðinni sem dvelja í Reykjavík á vegum Barnaspítala Hringsins.
Íbúðin er á 4. hæð merkt Barnaspítala Hringsins. Lyfta er í húsinu.

Húsaleiga
Greiða skal 2.200,- kr. fyrir hvern sólarhring sem dvalið er í íbúðinni. Reikningur verður sendur til leigutaka að lokinni dvöl. Ef barnið ykkar leggst inn á barnadeild eigið þið rétt á að sækja um endurgreiðslu dvalarkostnaðar hjá umboðsmanni Tryggingastofnunar ríkisins. Fáið staðfestingu á sjúkrahúsdvöl barnsins hjá hjúkrunarritara við útskrift.

Reykingar
Athugið að reykingar eru ekki leyfðar í íbúðinni.

Ræsting
Hver dvalargestur þrífur eftir sig og ætti því að koma að íbúðinni hreinni.
Henda skal öllu rusli og fjarlægja öll matvæli úr ísskáp. Dósir og flöskur á hver og einn að taka með sér.

Lín
Sængur og koddar eru til staðar í íbúðinni. Leigjandi þarf að hafa með sér: sængurver, lök og koddaver, handklæði, diskaþurrkur, tuskur, sápu og wc pappír.

Þvottavél í eigu Barnaspítala er í sameiginlegu þvottahús í kjallara hússins.

mÁNATÚN 3

Íbúðin er í eigu Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna en í umsjá Barnaspítala Hringsins. Íbúðin er ætluð til afnota fyrir aðstandendur barna af landsbyggðinni sem dvelja þurfa í Reykjavík vegna meðferðar eða rannsókna. Fjölskyldur barna með krabbamein ganga fyrir.

Íbúðin er á 2. hæð nr. 202. Lyfta er í húsinu.
Eitt bílastæði er í bílageymslu í kjallara.

Húsaleiga
Greiða skal kr. 2.200,- fyrir hvern sólarhring. Reikningur verður sendur til viðkomandi að lokinni dvöl. Ef barnið ykkar leggst inn á barnadeild þá eigið þið rétt á að sækja um endurgreiðslu dvalarkostnaðar hjá umboðsmanni Tryggingastofnunar ríkisins.

Reykingar
Athugið að reykingar eru ekki leyfðar í íbúðinni.

Ræsting
Hver dvalargestur þrífur eftir sig og ætti því að koma að íbúðinni hreinni.
Henda skal öllu rusli og fjarlægja öll matvæli úr ísskáp. Dósir og flöskur á hver og einn að taka með sér.

Gluggar
Ganga þarf tryggilega frá festingum á gluggum.

Lín
Sængur og koddar eru til staðar í íbúðinni. Leigjandi þarf að hafa með sér: sængurver, lök og koddaver, handklæði, diskaþurrkur, tuskur, sápu og wc pappír.

Þvottavél er í íbúð.

Skúlagata 10

Íbúðin er eign Barnaheilla.

Íbúðin er til afnota fyrir aðstandendur barna af landsbyggðinni sem dvelja í Reykjavík á vegum Barnaspítala Hringsins.
Íbúðin er á 4. hæð merkt Barnaspítala Hringsins. Lyfta er í húsinu og eitt bílastæði er í bílageymslu í kjallara merkt SK32.

Húsaleiga
Greiða skal kr. 2.200,- fyrir hvern sólarhring. Reikningur verður sendur til viðkomandi að lokinni dvöl. Ef barnið ykkar leggst inn á barnadeild þá eigið þið rétt á að sækja um endurgreiðslu dvalarkostnaðar hjá umboðsmanni Tryggingastofnunar ríkisins.

Reykingar
Athugið að reykingar eru ekki leyfðar í íbúðinni.

Ræsting
Hver dvalargestur þrífur eftir sig og ætti því að koma að íbúðinni hreinni.
Henda skal öllu rusli og fjarlægja öll matvæli úr ísskáp. Dósir og flöskur á hver og einn að taka með sér.

Gluggar
Ganga þarf tryggilega frá festingum á gluggum.

Lín
Sængur og koddar eru til staðar í íbúðinni. Leigjandi þarf að hafa með sér: sængurver, lök og koddaver, handklæði, diskaþurrkur, tuskur, sápu og wc pappír.

Þvottavél er í íbúð.

Hafa samband

* Stjörnumerkta reiti þarf að fylla út.