Grunnskóli

Félagsráðgjöf
 

Fyrir hverja?

Öll börn undir 18 ára aldri sem eiga beiðni um rannsókn, aðgerð og meðferð.
 

Þjónustutími

Mánudaga, miðvikudaga og föstudaga frá kl. 09:00 – 13:00.

Þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 09:00 – 15:00.

 

Símanúmer

Skiptiborð: 543-1000
 

Aðsetur

Deild 21 E, Barnaspítala Hringsins, Hringbraut, 101 Reykjavík.

Starfsemi

Hvað gerum við?

Sjúkrahússkólinn er tengiliður nemandans við heimaskólann sinn. Að fengnu leyfi foreldra hafa sjúkrahúskennarar samband við kennara nemandans og í samráði við hann skipuleggja þeir kennsluna á sjúkrahúsinu. Reynt er að fylgja námsefni bekkjarins að því marki sem ástand barnsins og aðstæður á sjúkrahúsinu leyfa.

Grunnskólinn er vel búinn námsgögnum sem tilheyra grunnskólastiginu. Hægt er að fá ýmiss konar námsgögn lánuð hjá kennurum á meðan á sjúkrahúsdvöl stendur. Auk þess er hægt að fá ýmiss konar afþreyingarefni svo sem sögubækur, spil, forrit o.fl. Eldri nemendur geta fengið lánaðar nettengdar fartölvur.

Ef sýnt þykir að barn þurfi að dvelja um einhvern tíma á Barnaspítalanum er æskilegt að foreldrar/forráðamenn láti bekkjarkennara barnsins vita. Kennarinn getur þá tekið til námsgögn og námsáætlun sem nemandinn hefur með sér á spítalann. Foreldrar ættu að hvetja börn sín til að nýta sér þá kennslu sem veitt er í skólanum eftir því sem heilsan leyfir. Ef nauðsyn þykir getur kennsla farið fram á sjúkrastofu. Foreldrar eru ávallt velkomnir á skólastofuna.

Hvað gerum við?

Umsjón biðlista er í höndum hjúkrunarfræðinga.
Innlögn er skipulögð þegar beiðni um aðgerð, meðferð eða rannsókn liggur fyrir.
Hringt er í foreldra þegar búið er að skipuleggja þá rannsókn eða aðgerð sem fyrirhuguð er.
Foreldrar geta hringt og fengið upplýsingar um biðtíma og undirbúning fyrir fyrirhugaða rannsókn og eða aðgerðir.
Markmið þjónustunnar er að kalla barn inn með góðum fyrirvara og koma í veg fyrir óþarfa biðtíma.

Hver erum við?

Dóra Guðrún Kristinsdóttir, kennari
Helga Þórðardóttir, kennari
Guðrún Þórðardóttir, kennari