Sykursýkisteymi

 

Fyrir hverja?

Börn og unglinga með sykursýki og fjölskyldur þeirra.
 

Hvernig er best að ná í okkur?

Tímapantanir á göngudeild: 543-3700/3701.

Hægt er að koma skilaboðum til fagfólks teymisins frá kl. 8:00-16:00 virka daga í gegnum skiptiborð Landspítala: 543-1000.

Eftir kl. 16 virka daga og um helgar sinnir bráðamóttaka barna erindum vegna sykursýki barna í síma 543-1000, biðjið um bráðamóttöku barna.

Netfang vegna endurnýjunar lyfseðla, vottorða eða annarra fyrirspurna: sykursykibarna@landspitali.is

Starfsemi

Hvað gerum við?

Þegar barn greinist með sykursýki fær það og fjölskylda þess skipulagða fræðslu og stuðning frá fagfólki teymisins á legudeild.

Reglubundin eftirfylgni fer fram á göngudeild barna. Þar hitta börnin og fjölskyldur þeirra hjúkrunarfræðing og lækni. Á göngudeildinni fara einnig fram viðtöl við félagsráðgjafa, næringarráðgjafa og sálfræðing eftir þörfum hvers og eins.

Haldin eru námskeið á Barnaspítalanum fyrir starfsfólks leik-, grunn- og
framhaldsskóla, tómstunda- og íþróttafélaga. Upplýsingar veitir starfsfólk teymisins og þær eru einnig á heimasíðu Dropans.

Sumarbúðir Dropans eru einnig þáttur í starfsemi teymisins. Þar geta börnin fræðst um sykursýki og skemmt sér í öruggu umhverfi. Í þeim myndast líka mikilvæg vináttu- og stuðningstengsl á milli barna.

 

Hver erum við?

Berglind Brynjólfsdóttir, sálfræðingur
Elísabet Konráðsdóttir, hjúkrunarfræðingur
Kolbeinn Guðmundsson, læknir
Kristín Valgerður Ólafsdóttir, félagsráðgjafi
María Guðnadóttir, hjúkrunarfræðingur
Ragnar Bjarnason, læknir
Soffía Guðrún Jónasdóttir, læknir
Sigríður Eysteinsdóttir, næringarfræðingur

Hafa samband

* Stjörnumerkta reiti þarf að fylla út.

Fræðsluefni