Meltingarteymi

Sálfræðiþjónusta
 

Fyrir hverja?

Börn og unglinga með sjúkdóma í meltingarfærum og fjölskyldur þeirra.
 

Hvernig er best að ná í okkur?

Tilvísanir þurfa að berast skriflega frá læknum eða hjúkrunarfræðingum til sérfræðilæknis teymisins.

Tímapantanir fyrir skjólstæðinga teymisins á göngudeild barna 20E í síma 543-3700/3701 í samráði við starfsmenn þess.

Starfsemi

Hvað gerum við?

Þverfaglega teymið á göngudeild barna með meltingarfærasjúkdóma leggur áherslu á að aðstoða börn og unglinga með sjúkdóma í meltingarfærum og fjölskyldur þeirra með ráðgjöf, fræðslu og stuðningi.

Boðið er upp á reglubundna eftirfylgni fyrir skjólstæðinga teymisins á göngudeild barna. Þar hitta börnin og fjölskyldur þeirra hjúkrunarfræðing og lækni. Á göngudeildinni fara einnig fram viðtöl við félagsráðgjafa, næringarfræðing og sálfræðing eftir þörfum hvers og eins.

 

Hver erum við?

Drífa B. Guðmundsdóttir, sálfræðingur
Gisela Lobers, næringarfræðingur
Heiða D. Sigurjónsdóttir, talmeinafræðingur
Kristín V. Ólafsdóttir, félagsráðgjafi
Margrét E. Baldursdóttir, hjúkrunarfræðingur
Úlfur Agnarsson, læknir

Hafa samband

* Stjörnumerkta reiti þarf að fylla út.

Fræðsluefni