![]() | Fyrir hverja?Börn og unglinga með astma og ofnæmissjúkdóma og fjölskyldur þeirra.Hvernig er best að ná í okkur?Tímapantanir á göngudeild: 543-3700 og 543-3701. Skriflega tilvísun þarf frá lækni.Hægt er að koma skilaboðum til fagfólks teymisins frá kl. 8:00-16:00 virka daga í gegnum skiptiborð Landspítala: 543-1000 Eftir kl. 16 virka daga og um helgar sinnir bráðamóttaka barna öllum erindum vegna bráðatilfella í síma 543-1000, biðjið um bráðamóttöku barna. |
Hvað gerum við?Greining og eftirfylgni astma- og ofnæmissjúkdóma barna. Framkvæmd eru þolpróf bæði fyrir fæðu og lyfjum. Gerðar eru mælingar á lungnastarfsemi (blásturspróf), áreynslupróf og ofnæmispróf. Afnæming barna er einnig framkvæmd svo og stöku bólusetningar hjá börnum með þekkt ofnæmi. | Hver erum við?Gunnar Jónasson, læknirMichael Clausen, læknir Sigurður Kristjánsson, læknir Tonie Sörensen, hjúkrunarfræðingur |