Algengar spurningar

Krabbamein er ekki smitandi. Aftur á móti eru kynfæravörtur smitandi, en þær geta seinna á lífsleiðinni valdið frumubreytingum og þróast í krabbamein. Notkun smokks við samfarir kemur í veg fyrir smit veirunnar sem veldur kynfæravörtum.
Til eru tvær tegundir af sykursýki, tegund 1 sem er algengust hjá börnum og unglingum og tegund 2 sem er áunnin og algengari hjá fullorðnu fólki. Börn og unglingar fá ekki sykursýki af tegund 1 vegna of mikillar sykurneyslu. En mikil neysla á sykruðum drykkjum, svo sem gosdrykkjum og djús, eykur að öllum líkindum hættu á sykursýki af tegund 2 bæði hjá fullorðnum og börnum.

Sjá nánar inná heimasíðu landlæknis.
Mikilvægt er að horfa ekki eingöngu á hitatöluna hjá barninu. Margt bendir til að hiti sé hjálplegur til varnar sýkingum þar sem ýmis ónæmisfræðileg starfsemi virðist batna við hita á bilinu 37-40°C og margar bakteríur og veirur fjölga sér einnig hægar við hita.

Því ætti einungis að gefa hitalækkandi meðferð þeim börnum sem líður illa vegna hitans frekar en að miða við ákveðið hitastig

Hitalækkandi lyf:

– Parasetamól 10-15 mg/kg/skammt á 4-6 klst fresti.

– Ibuprofen (Ibúprófen, Íbúfen, Nurofen) 10 mg/kg/skammt á 6 klst fresti, mest 3 á dag. Notkun hjá börnum yngri en 6 mánaða eða undir 8 kg er ekki ráðlögð.

– Hafa barnið léttklætt og svalt í herberginu.

– Gefa barninu ríkulega að drekka.

– Leyfa barninu að hvílast eins og þurfa þykir

– Ytri kæling með vatni er sjaldan ráðlögð nema hitinn haldist yfir 41°C þrátt fyrir hitalækkandi lyf. Ekki skyldi nota ytri kælingu nema að hitalækkandi lyf hafi verið gefið fyrst. Hitastig vatnsins á að vera milli 25-30°C

Það ber alltaf að taka alvarlega þegar barn yngra en 3 mánaða fær hita, 38°C eða hærri, og hafa samband við lækni.

Hins vegar er hiti í sjálfu sér ekki hættulegur en getur valdið barninu óþægindum og aukið önnur einkenni veikinda eins og þurrk og vanlíðan. Talið er að hiti um og yfir 42°C (mælt í endaþarmi) getur valdið barni skaða en svo hár hiti er afar sjaldgæfur.

Margt bendir meiri að segja til að hiti sé hjálplegur til varnar sýkingum. Ýmis ónæmisfræðileg starfsemi virðist batna við hita á bilinu 37-40°C, en versnar við hita yfir 40°C, og margar bakteríur og veirur fjölga sér einnig hægar við hita og framleiða minna af eiturefnum.

Hitakrampar koma fyrir hjá um 4% barna, einkum börnum yngri en 3 ára. Hitakrampar standa oftast stutt og valda ekki heilaskaða eða öðrum skemmdum. Þeir koma gjarnan í byrjun veikinda svo oft er erfitt að koma við fyrirbyggjandi meðferð með hitalækkandi lyfjum.

Ertu með spurningu?