Vökudeild: Nýbura- og ungbarnagjörgæsla

 

Fyrir hverja?

Fyrirbura og aðra veika nýbura.
Ungbörn upp að þriggja mánaða aldri sem þurfa á gjörgæslumeðferð að halda.

 

Þjónustutími

Vökudeildin er opin allan sólarhringinn.
 

Símanúmer

Skiptiborð: 543-1000
Beinn sími: 543-3770 eða 543-3771
 

Aðsetur

3. hæð á Barnaspítala Hringsins, Hringbraut, 101 Reykjavík.

Starfsemi

Skjólstæðingar vökudeildar eru fyrirburar og aðrir veikir nýburar. Einnig ungbörn upp að þriggja mánaða aldri, sem þurfa á gjörgæslumeðferð að halda. Um 40% innlagðra barna eru fyrirburar, þ.e. börn sem fædd eru fyrir 37 vikna meðgöngu.

Nýburar sem eru yngri en vikugamlir eru lagðir beint inn á deildina í stað þess að koma fyrst á bráðamóttöku barna. Fjöldi innlagna á ári er um og yfir 400 börn. Á vökudeild er einnig dagdeildarþjónusta. Þangað koma nýburar sem þurfa eftirlit í kjölfar erfiðrar fæðingar, sýklalyfjameðferðar, sonduskipta eða koma af öðrum ástæðum sem krefjast sérhæfðs eftirlits eða mats en ekki innlagnar yfir nótt. Tæplega 700 nýburar koma á dagdeild vökudeildar á ári hverju.

Deildin er alltaf opin fyrir foreldra og systkini eldri en fjögurra ára. Öðrum gestum er heimilt að koma í heimsókn en aðeins í fylgd foreldis á heimsóknartímum milli kl. 15:00 og 20:00. Aðeins er heimilt að einn gestur sé á deildinni í einu auk foreldra og er ráðlegt að ekki komi margir á hverjum degi vegna smithættu.

Deildarstjóri: Margrét Ó. Thorlacius

Yfirlæknir: Þórður Þórkelsson

Fræðsluefni