Rjóður

 

Fyrir hverja?

Fjölskyldur langveikra barna sem þurfa hvíldarinnlagnir

 

Þjónustutími

Rjóður er opið allan sólarhringinn.
 

Símanúmer

Skiptiborð: 543-1000
Beinn sími: 543-9261, 543-9263
 

Aðsetur

Rjóður, Kópavogsgerði 6a, 200 Kópavogi.

Starfsemi

Rjóður er hjúkrunar-, hvíldar- og endurhæfingarheimili fyrir langveik og langveik fötluð börn. Þangað koma börn á aldrinum 0-18 ára. Þau þarfnast öll mikillar hjúkrunar og umönnunar auk afþreyingar og leiks. 

Rjóður er hluti af Kvenna og barnasviði Landspítala. Í Rjóðri starfar fagfólk, hjúkrunarfræðingar, þroskaþjálfar, sjúkraliðar og félagsliðar. Mikið samstarf er við Barnaspítala Hringsins.
Öll börn sem koma ný í Rjóður fá skipulagða aðlögun. Það fer eftir þörfum hverrar fjölskyldu hversu aðlögun er löng.
Skipulagðar innlagnir eru ákveðnar 3 mánuði fram í tímann. Á hverjum tíma dvelja 5-6 börn í Rjóðri auk barna sem koma í dagdeildarþjónustu vegna endurhæfingar. Þetta eru oftast börn sem legið hafa á Barnaspítala Hringsins vegna alvarlegra slysa og sjúkdóma og þurfa endurhæfingu og þjálfun áður en þau geta farið heim. Þessi börn eru oftast í sólarhringsþjónustu fyrst í stað. 

10 ára afmælisrit Rjóðurs 2014

Deildarstjóri: Guðrún Ragnars

Hafa samband

* Stjörnumerkta reiti þarf að fylla út.

Fræðsluefni