Göngudeild barna

 

Fyrir hverja?

Börn og aðstandendur sem koma til viðtals við fagfólk. Eftirfylgd barna sem legið hafa á legudeild eða komið á bráðamóttöku.

 

Þjónustutími

Alla virka daga frá kl. 8:00 til 16:00.
 

Símanúmer

Skiptiborð: 543-1000
Beinn sími: 543-3700 eða 543-3701
 

Aðsetur

Jarðhæð Barnaspítala Hringsins, Hringbraut, 101 Reykjavík.

Starfsemi

Veitt er sérhæfð þjónusta fyrir fyrirbura, börn með astma og ofnæmi, brunaáverka, gigt, krabbamein, meltingarfærasjúkdóma, nýrna- og þvagfærasjúkdóma, skurðtæk vandamál, slímseigjusjúkdóma, smitsjúkdóma, sykursýki, svefnvandamál og svefnröskun vegna gruns um vanöndun, taugasjúkdóma og ýmsa aðra sjúkdóma.

Á göngudeildinni er heilsuskólinn einnig starfræktur. Hann er ætlaður börnum sem glíma við offitu. Þá fer fram á deildinni fimm daga skoðun nýbura, heyrnarmælingar nýbura, sónarskoðun vegna gruns um hjartasjúkdóma, erfðaráðgjöf og þjónusta við börn nýbúa og fjölskyldur ættleiddra barna ásamt þjónustu talmeinafræðinga.

Komur á göngudeild barna eru nú um 11.500 árlega.

Deildarstjóri: Ingileif Sigfúsdóttir

Yfirlæknir: Ragnar Bjarnason

Hafa Samband

* Stjörnumerkta reiti þarf að fylla út.

Fræðsluefni