Dagdeild

 

Fyrir hverja?

Á dagdeild barna er veitt sérhæfð læknis- og hjúkrunarþjónusta þeim börnum sem ekki þurfa að dvelja á Barnaspítalanum yfir nótt.
 

Þjónustutími

Dagdeildin er opin frá kl. 7-16 mánudag til fimmtudags.
 

Símanúmer

Skiptiborð: 543-1000
Beinn sími: 543-3780
 

Aðsetur

Dagdeild barna er staðsett á 3.hæð Barnaspítalans.

Starfsemi

Á dagdeild barna 23E er veitt sérhæfð læknis- og hjúkrunarþjónusta þeim börnum sem ekki þurfa að dvelja á Barnaspítalanum yfir nótt. Flest börn koma á dagdeildina til sérhæfðra rannsókna, minni aðgerða eða lyfjameðferða. Á deildinni hafa börn og fjölskyldur þeirra greiðan aðgang að fagfólki hinna ýmsu teyma Barnaspítalans. Öll börn undir 18 ára aldri sem fara í aðgerð á Barnaspítalanum koma í innskrift á dagdeild. Stór hluti af starfi hjúkrunarfræðinga á dagdeild er að veita börnum og foreldrum þeirra fræðslu og stuðning.

Á dagdeildinni eru 8 rúm ásamt hægindastólum þar sem börn og foreldrar hafa aðsetur á meðan á meðferð stendur.

Það er stefna deildarinnar að því að veita faglega og fjölskyldumiðaða þjónustu þar sem öryggi, fagmennska og umhyggja er höfð að leiðarljósi.
Á hverju ári koma um 1400 börn á dagdeildina.

Deildarstjóri: Auður Ragnarsdóttir

Yfirlæknir: Ragnar Bjarnason

Fræðsluefni