Barnadeild

 

Fyrir hverja?

Á barnadeildinni dvelja börn með ýmis heilbrigðisvandamál og sjúkdóma. Börn leggjast inn eftir tilvísun frá lækni eða frá bráðamóttöku barna.
 

Þjónustutími

Barnadeildin er opin allan sólarhringinn.
 

Símanúmer

Skiptiborð: 543-1000
Beinn sími: 543-3760 eða 543-3750
 

Aðsetur

Barnadeildin er á 2. hæð Barnaspítala Hringsins. Hún er á tveimur göngum, E gangi og D gangi.

Starfsemin

Á barnadeildinni er veitt sérhæfð læknis- og hjúkrunarþjónusta. Börn að 18 ára aldri dvelja þar með ýmis heilbrigðisvandamál og sjúkdóma, s.s. krabbamein, sykursýki, hjarta-, tauga-, nýrna- og meltingafærasjúkdóma, auk barna með sýkingar og eftir hinar ýmsu skurðaðgerðir.

Flestar innlagnir eru bráðainnlagnir þar sem börn eru lögð inn gegnum bráðamóttöku barna. Stór hluti barna dvelja í lengri tíma vegna flókinna vandamála og erfiðrar meðferðar og eru það þá fyrirfram ákveðnar innlagnir. Börn sem þurfa innlögn eftir aðgerðir í Fossvogi s.s. bæklunaraðgerðir, háls-, nef- og eyrnaaðgerðir, heila og taugaaðgerðir eða slys leggjast inn á barnadeildina.

Á barnadeildinni er góð aðstaða fyrir börnin að hafa foreldri hjá sér allan sólarhringinn. Það er stefna deildarinnar að veita faglega og fjölskyldumiðaða þjónustu þar sem öryggi, fagmennska og umhyggja er höfð að leiðarljósi.

Heimsóknartímar eru eftir samkomulagi og fara eftir ástandi barns.
Um 1.600 börn leggjast inná barnadeildina á ár og er meðallegutími um 3,6 dagar.

Deildarstjóri: Jóhanna Lilja Hjörleifsdóttir

Yfirlæknir: Ragnar Bjarnason

Fræðsluefni