Göngudeildarteymi A BUGL

 

Fyrir hverja?

Í teymin er vísað skjólstæðingum sem hafa fjölþættan og flókinn vanda sem þarfnast þverfaglegrar nálgunar og aðkomu margra fagaðila.
 
 

Hvernig er best að ná í okkur?

Teymið er staðsett á Dalbraut 12, 105 Reykjavík og það er opið alla virka daga frá kl. 8:00 til kl. 16:00.

Starfsemi

Hvað gerum við?

Starfandi eru tvö þverfagleg teymi sem hafa að jafnaði fyrstu aðkomu að málum sem berast til BUGL. Hvert teymi sinnir ákveðnum svæðum á landsvísu. Teymin funda vikulega um þau mál sem þangað hefur verið vísað. Þar getur verið um að ræða almenn geðræn vandamál, ýmis konar frávik í þroska auk vandamála á sviði hegðunar og tilfinninga. Teymin vinna bæði að greiningu og meðferð ásamt því að stuðla að öðrum leiðum til úrlausna.

Göngudeildarteymi A sinnir einnig kynáttunarvanda.

Hver erum við?

Anna Sigríður Pálsdóttir, deildarlæknir
Ásdís Eyþórsdóttir, sálfræðingur
Ásgerður Arna Sófusdóttir, hjúkrunarfræðingur
Björn Hjálmarsson, sérfræðingur
Guðbjörg Björnsdóttir, félagsráðgjafi
Guðrún B. Guðmundsdóttir, sérfræðingur
Guðrún Ottersted, félagsráðgjafi
Gunnar Páll Leifsson, sálfræðingur
Helgi Garðar Garðarsson, sérfræðingur
Hrefna K. Óskarsdóttir, iðjuþjálfi
Kolbrún Ása Ríkharðsdóttir, sálfræðingur
Rósa Steinsdóttir, listmeðferðarfræðingur

Fræðsluefni