Bráðateymi BUGL

 

Fyrir hverja?

Fyrir börn og unglinga með bráðan geðrænan vanda.
 

Hvernig er best að ná í okkur?

Bráðaþjónustan við Dalbraut er opin kl. 8:00 til 16:00 virka daga, s. 543 4300 en á öðrum tímum er símtölum beint til legudeildar BUGL s. 543 4320/543 4338.

Ef talin er þörf á tafarlausri þjónustu er haft samráð við vakthafandi barna- og unglingageðlækni sem ákveður hvort málinu er vísað áfram á bráðamóttöku barnadeildar á Barnaspítala Hringsins eða það sett í annan viðeigandi farveg.

Starfsemi

Hvað gerum við?

Bráðaþjónusta er veitt á göngudeild BUGL. Þar starfar bráðateymi sem tekur á móti símtölum og metur hvort mál krefjist tafarlausrar íhlutunar. Sé svo fer fram bráðamat á göngudeild þar sem málinu er komið í viðeigandi farveg og tekin afstaða til hvort þörf sé fyrir innlögn á bráðamóttökudeild (legudeild) BUGL. Bráðateymi sendir skriflegar upplýsingar um niðurstöðu bráðamats til heilsugæslulæknis og annarra meðferðaraðila í heimabyggð að loknum afskiptum BUGL.

Hver erum við?

Birna Kristjánsdóttir, hjúkrunarfræðingur
Edda Arndal, hjúkrunarfræðingur
Eva Ólafsdóttir, félagsráðgjafi
Guðrún Jóhanna Benediktsdóttir, iðjuþjálfi
Kristín Inga Grímsdóttir, hjúkrunarfræðingur
Lára Pálsdóttir, félagsráðgjafi
Margrét Baldursdóttir, hjúkrunarfræðingur
Ragna Kristmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur
Steinunn Gunnlaugsdóttir, hjúkrunarfræðingur


Fræðsluefni